Innlent

Lögreglan á Selfossi sú eina sem ekki á skotheld vesti

Lögreglumennirnir frá Selfossi sem fóru og sóttu strokufanga á Álfhólsstaði í Þjórsárdal í gærmorgun var brugðið við að sjá hve hann var vel vopnum búinn. Þeir án varnarbúnaðar. Lögreglumdæmið er það eina á landinu sem ekki á skotheld vesti.

Rúnar Oddgeirsson, varðstjóri á Selfossi, segir ljóst að alvarlegt ástand hefði getað skapast af lögreglumenn hefðu þurft að sækja að Matthíasi sem meðal annars var vopnaður riffli með hljóðdeyfi, hnífum og exi.

Hann segir að þegar hafi verið bent á að það sé alvarlegt að lögregluumdæmið á Selfossi sé það eina sem ekki hefur skotheld vesti, sérstaklega þegar litið sé til þess að fangelsið Litla-Hraun sé innan þess umdæmis.

Rúnar segir að lögreglumennirnir sem fóru og sóttu Matthías í gær hafi verið brugðið þegar þeir sáu búnaðinn sem hann var með. Varað hafði verið við Matthíasi enda hefur hann hlotið herþjálfun og situr inni fyrir tilraun til manndráps.

Arnar Rúnar Marteinsson, sagði á fréttamannafundi um málið í gær, að þegar leitað var í kringum fangelsið með aðstoð óvopnaðra björgunarveitamanna hafi ekki verið talin hætta á ferðum.

Björgunarveitarmenn hafi verið fengnir til aðstoðar því óttast var að eitthvað hefði komið fyrir Matthías og ólíklegt þótti að hann hefði orðið sér út um vopn ef hann væri í nágrenni við fangelsið.

Við þá leit hafi einu sinni verið farið inn í hús þar sem talið var að Matthías gæti leynst en þá hafi sérsveitarmenn verið með í för.

„Þetta er vissulega umhugsunarefni að óvopnaðir lögreglumenn séu að fást við mann sem er með þessar græjur, riffil með hljóðdeyfi og annað slíkt," segir.

Þá segir Arnar Rúnar að alvarlegt sé ef öryggismál á Litla Hrauni séu ekki í góðu lagi.

„Girðingin þarf að geta haldið mönnum inni, og þarna var myndavélakerfi sem var ekki að virka. En þetta er eitthvað sem Fangelsismálayfirvöld þurfa að svara fyrir," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×