Innlent

Fegin að komast heim í jólamatinn og pakkana

Hér má sjá hópinn tilbúinn til brottfarar.
Hér má sjá hópinn tilbúinn til brottfarar. Mynd/Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Hjálparsveit skáta í Reykjavík fékk um klukkan hálf átta í gærkvöldi tilkynningu um týndan einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Um tuttugu félagar í hjálaparsveitinni brugðust við og voru tilbúnir til brottfara á Malarhöfða í Reykjavík þegar tilkynnt var um að viðkomandi hafi fundist heill á húfi.

Þessar fréttir glöddu björgunarfólkið mikið, sem drifu sig þegar í stað heim á leið í faðm fjölskyldunnar þar sem jólamaturinn og jólapakkarnir biðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×