Innlent

Íslendingar hamingjubörn miðað við margar aðrar þjóðir

Boði Logason skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.
Þúsundir lögðu leið sína í kirkjur landsins í gær og segja prestar að kirkjusóknin hafi ekki verið eins góð í mörg ár enda veðrið með besta móti miðað við árstíma.

Nóg var að gera hjá prestum í Reykjavík þegar jólin gengu í garð á slaginu sex í gær. Fullt var út úr dyrum í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð aðsókn í 113 ára sögu safnaðarins.

Sömu sögu er að segja í flestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Yfir tvö þúsund manns sóttu guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í gær og í dag. Þá var einnig fullt út úr húsi í Neskirkju, Langholtskirkju, Bústaðarkirkju og Kópavogskirkju í gærkvöld.

Um þúsund manns mættu í Grafarvogskirkju, en aftansöngurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Undir lok söngsins tók sjálfur Egill Ólafsson Ó helga nótt, eins og honum einum er lagið.

Og í morgun predikaði Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands í Dómkrikjunni í Reykjavík. Þar talaði hún meðal annars um að við skyldum vera þakklát fyrir að lifa í landi þar sem lýðræði ríki og þar sem kristin viðmið eru viðhöfð. Þá sagði hún að þótt margt megi betur fara séum við Íslendingar hamingjubörn miðað við margar aðrar þjóðir.

Predikun Agnesar má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×