Innlent

Jólaávarp drottningar sent út í þrívídd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet Bretlandsdrottning hélt árleg jólaávarp sitt í dag.
Elísabet Bretlandsdrottning hélt árleg jólaávarp sitt í dag.
Elísabet Bretlandsdrottning hélt árlegt jólasjónvarpsávarp sitt í dag. Það sem helst þótti markvert við ávarpið var það að hún var í fyrsta sinn í dag send út í þrívíddargæðum, eftir því sem fram kemur á vef New York Times. Í ræðu sinni þakkaði drottningin fyrir viðbrögð almennings við sextíu ára krýningarafmæli hennar sem var á árinu sem nú er að liða undir lok. Þá minntist hún þess líka að Ólympíuleikarnir hafi farið fram í London í ár, en þeir þóttu heppnast ákaflega vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×