Innlent

Opið á skíðasvæðum

Skíðaunnendur geta skellt sér á skíði fyrir norðan og austan í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli frá klukkan tíu til fjögur en þar er ágætisveður logn og tíu stiga frost. Þá er einnig opið í Oddskarði frá klukkan tíu til fjögur og er þar nægur púðursnjór í fjallinu en lokað verður í öllum brekkum ofan byrjendalyftu, Svartafjalli og undir Oddsskarði þar til snjóflóðahætta hefur verið full könnuð.

Aftur á móti er lokað í Bláfjöllum í dag en þar er töluverður vindur og fýkur allur snjór strax burt þegar hreyft er við troðurum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skíðasvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×