Innlent

Óánægður gestur skemmir útidyrahurð

BBI skrifar
Mynd/Getty
Lögregla var kölluð að húsi við Dalsás í morgun þar sem veislugesti hafði verið vísað úr samkvæmi eftir að honum hafði sinnast við gestgjafann. Hann var fremur óánægður með þá meðferð og sparkaði í kveðjuskyni svo duglega í útidyrahurðina að hún eyðilagðist.

Það voru fleiri skemmdarvargar á ferli í morgun því laust upp úr tíu fékk lögregla tilkynningu um að rúða hefði verið brotin í pizzustað við Höfðabakka og auk þess var lögregla kölluð að húsi við Dalaþing, en þar hafði verið gerð tilraun til innbrots og opnanlegt fag á glugga spennt upp og eyðilagt. Þjófarnir komust þó ekki inn og því var engu stolið.

Loks var lögregla og sjúkralið kallað að Sörlaskeiði í morgun en þar hafði kona fallið af hesti og lá meðvitundarlaus eftir. Ekki er vitað nánar um meiðsli sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×