Innlent

Stikla úr páskamynd ársins frumsýnd á Vísi

BBI skrifar
Vísir frumsýnir í dag stiklu fyrir páskamynd ársins 2013, Ófeigur gengur aftur, sem er gamansöm draugamynd sem gerist í miðborg Reykjavíkur.

Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Þau ætla að selja hús hins látna, en Ófeigur vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn ákveður að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók.

En fæst Anna Sól til að kveða niður eigin föður?

Í helstu hlutverkum eru Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Laddi, en auk þeirra koma fram Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Hilmir Snær Guðnason.

Ágúst Guðmundsson leikstýrir eigin handriti, en kvikmyndatöku stjórnar Bergsteinn Björgúlfsson. Anna Katrín Guðmundsdóttir framleiðir fyrir Ísfilm ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×