Innlent

Hefur tvær vikur til að skila andmælum

BBI skrifar
Frá Akranesi.
Frá Akranesi.
Settur bæjarstjóri á Akranesi, sem vikið var frá störfum skömmu fyrir jól, hefur fengið í hendur greinargerð um málið. Hann hefur nú tveggja vikna frest til að skila andmælum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Jón Pálmi Pálsson hafði gegnt starfi bæjarstjóra Akraness í sex vikur þegar honum var vikið frá störfum um miðjan desember. Fram kom í tilkynningu að hann hefði gerst brotlegur við starfsskyldur sínar en ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega hann er grunaður um.

Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, segir að ekki verði upplýst um hvaða brot Jón Pálmi er grunaður um að hafa framið fyrr en hann hefur haft tækifæri til að svara fyrir sig.

Jón Pálmi vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.


Tengdar fréttir

Starfandi bæjarstjóri leystur frá störfum

Bæjarstjórn Akraness ákvað á lokuðum fundi sínum í gær að Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og settur bæjarstjóri verði tímabundið leystur frá vinnuskyldu þessa viku.

Enn leynd yfir skyndilegri brottvikningu bæjarstjóra

Enn ríkir þögn um það hversvegna bæjarstjóranum á Akranesi var skyndilega vikið frá störfum um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um dagpeninga og aksturskostnað bæjarstjórans.

Gefur engar skýringar um hvaða brot áttu sér stað

Það er verið að kanna starfsskyldur hans og hann er leystur frá vinnuskyldu í þessari viku, segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Starfandi bæjarstjóri og bæjarritari var leystur frá störfum tímabundið í gær, en engar upplýsingar hafa fengist um það hvaða brot á starfsskyldum bæjarstjórinn er grunaður um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×