Innlent

Kviknaði í tveimur bílum við íbúðarhús

BBI skrifar
Bílarnir eru gerónýtir.
Bílarnir eru gerónýtir. Mynd/Yngvinn G
Eldur kom upp í tveimur bílum við Gerðhamra 26 í Grafarvogi um eitt leytið í dag. Bílarnir voru báðir utandyra og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann barst í nærlæg íbúðarhús. Bílarnir eru þó báðir ónýtir eftir eldsvoðann. Annar þeirra er gamall Willys og hinn nýlegur fólksbíll.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar vegna eldsvoðans og sendi allt tiltækt lið á svæðið. Þegar þangað var komið reyndist bruninn ekki jafnalvarlegur og óttast var í fyrstu.

Íbúar á svæðinu höfðu hafið slökkvistörf með mjög takmörkuðum árangri áður en slökkviliðið kom á svæðið. Þegar slökkviliðið mætti gekk hins vegar greiðlega að slökkva eldinn.

Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum en sem stendur lítur út fyrir að ekki hafi verið um íkveikju að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×