Innlent

Örtröð í Laugardalslaug

BBI skrifar
Laugardalslaugin. Mynd úr safni.
Laugardalslaugin. Mynd úr safni.
Sundgestir í Laugardalnum sem ætluðu að taka jólasundið í dag lentu heldur betur í örtröð. Laugardalslaugin var ein tveggja sundlauga á höfuðborgarsvæðinu sem voru opnar og þar var biðröð út úr dyrum fram eftir degi.

Laugin opnaði klukkan tólf í dag. „Traffíkin byrjaði um eitt leytið. Svo var bara röð út úr dyrum í svona þrjá tíma. Það fór svo að róast um fjögur leytið," segir starfsmaður laugarinnar. „Það var eiginlega ekkert skápapláss í dag og við vorum að benda fólki á útiklefa og svona."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem allir fá sömu hugmyndina í einu og skella sér í sund, því síðustu ár hefur það sama verið uppi á teningnum, Laugardalslaug og Árbæjarlaug hafa einar verið opnar 26. desember og gersamlega fyllst. Árið 2009 varð til að mynda að hætta að hleypa inn í laugarnar um stund vegna aðsóknar.

Laugarnar verða opnar til klukkan sex í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×