Innlent

Of Monsters and Men sigurstranglegust í vinsældakosningu

BBI skrifar
Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men og nú þykir hún sigurstranglegust í kosningu um heitasta lag Ástralíu. Lagið „Little talks" þykir bera af öðrum popplögum ársins þar í landi og telja spekúlantar mestar líkur á að það verði kosið vinsælasta lagið.

Líkindastuðullinn sem lag íslensku hljómsveitarinnar fær fyrir kosninguna er 2,20. Í kosningunni koma fjölmörg lög til greina frá ýmsum listamönnum héðan og þaðan úr heiminum. Lagið sem líklegast er til að skáka íslensku sveitinni er „Thrift Shop" með hljómsveitinni Macklemore og hlýtur það líkindastuðulinn 2,75. Næstu lög þar á eftir fá öll yfir 7 í stuðul.

Á síðasta ári var lagið „Somebody that I used to know" kosið vinsælasta lagið.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um kosninguna.

Hér má sjá töflu þar sem lögum er raðað upp eftir vinsældum þeirra fyrir kosninguna. Eins og sést trónir lag Of Monsters and Men efst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×