Innlent

Ökklabrotinni konu bjargað

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sóttu nú eftir hádegi konu sem slasaðist við Leiði í Þjórsárdalsskógi að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Konan var á göngu, rann í hálku og er talið að hún sé ökklabrotin.

Bera þurfti konuna 6-800 metra á hálum stígum að björgunarsveitabíl sem flutti hana í sjúkrabíl sem beið við Selfit í Þjórsárdal.

Björgunarsveitin Tálkni var einnig á ferðinni í dag en hún sótti ökumann sem hafði fest bíl sinn við Hálfdán á leið frá Tálknafirði yfir á Bíldudal. Og rétt eftir hádegi aðstoðaði Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði konu sem hafði fest bíl sinn í Langadal.

Víða hefur snjóað nokkuð undanfarið og færð því erfið. Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir því til fólks að leggja ekki á heiðar eða fjallvegi nema á vel búnum bílum og virða lokanir Vegagerðarinnar. Einnig er minnt á mikilvægi þess að skilja eftir ferðaáætlun þegar lagt er í lengri ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×