Innlent

Roskinn maður slasaðist við fall

Roskinn karlmaður féll aftur fyrir sig á gatnamótum Frakkastígs og Laugavegar um klukkan ellelfu í gærkvöldi, og skarst á höfði. Hann var fluttur á slysadeild.

Ökumaður  meiddist og var líka fluttur á slysadeild, þegar bíll hans valt á Suðurlandsvegi á móts við Rauðavatn á fimmta tímanum í nótt. Tildrög liggja ekki fyrir. Skömmu síðar var tilkynnt um bíl, sem ekið hafði verið á steinsteypt grindverk í Hafnarfirði. Ökumaður hans tók til fótanna og hvarf út í náttmyrkrið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×