Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól BBI skrifar 15. desember 2012 12:23 Mynd/Hari Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. Verslunareigendur sem sækjast eftir húsnæði í Kringlunni verða að gangast undir téðar reglur. „Það eru ákveðin tímabil á árinu sem eru skilgreind útsölutímabil Kringlunnar," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Þau eru nánar tiltekið frá 1. janúar til 15. febrúar og frá 1. júlí til 15. ágúst. „Á öðrum tímabilum má ekki auglýsa útsölu. Þú getur hins vegar verið með tilboð hvenær sem þig langar," segir Sigurjón en á þessu tvennu er ákveðinn munur og er hann einkum í því fólginn að á útsölu er meira en helmingur af vörum verslunar á niðursettu verði en annars er um tilboð að ræða. Þetta er í stuttu máli ástæðan fyrir því að María Birta, verslunareigandi og leikkona, fékk jólamarkaðinn sinn ekki hýstan í Kringlunni. Þar var meirihluti varanna á niðursettu verði og því var rekstur hennar andstæður reglum Kringlunnar. Sigurjón segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að útsölur séu ekki leyfðar í Kringlunni á öðrum tímabilum en hér að ofan greinir. „Þetta eru í raun bara reglur Kringlunnar frá upphafi. Þetta er nú alþekkt alls staðar í heiminum. Hús fara í útsölur á ákveðnum tímabilum. Þetta tengist kynningu og auglýsingum, er í raun bara markaðsstýring á húsinu. Það er ákveðinn slagkraftur fólginn í því þegar allir fara saman af stað," segir hann. Því geta verslunarrekendur Kringlunnar ekki blásið til jólaútsölu þó þeir geti boðið upp á alls kyns jólatilboð. „Enda eru margs konar jólatilboð í gangi," segir Sigurjón, en að hans sögn eru svipaðar reglur fyrir hendi í Smáralind og því einnig óheimilt að halda jólaútsölur þar. Tengdar fréttir María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. Verslunareigendur sem sækjast eftir húsnæði í Kringlunni verða að gangast undir téðar reglur. „Það eru ákveðin tímabil á árinu sem eru skilgreind útsölutímabil Kringlunnar," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Þau eru nánar tiltekið frá 1. janúar til 15. febrúar og frá 1. júlí til 15. ágúst. „Á öðrum tímabilum má ekki auglýsa útsölu. Þú getur hins vegar verið með tilboð hvenær sem þig langar," segir Sigurjón en á þessu tvennu er ákveðinn munur og er hann einkum í því fólginn að á útsölu er meira en helmingur af vörum verslunar á niðursettu verði en annars er um tilboð að ræða. Þetta er í stuttu máli ástæðan fyrir því að María Birta, verslunareigandi og leikkona, fékk jólamarkaðinn sinn ekki hýstan í Kringlunni. Þar var meirihluti varanna á niðursettu verði og því var rekstur hennar andstæður reglum Kringlunnar. Sigurjón segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að útsölur séu ekki leyfðar í Kringlunni á öðrum tímabilum en hér að ofan greinir. „Þetta eru í raun bara reglur Kringlunnar frá upphafi. Þetta er nú alþekkt alls staðar í heiminum. Hús fara í útsölur á ákveðnum tímabilum. Þetta tengist kynningu og auglýsingum, er í raun bara markaðsstýring á húsinu. Það er ákveðinn slagkraftur fólginn í því þegar allir fara saman af stað," segir hann. Því geta verslunarrekendur Kringlunnar ekki blásið til jólaútsölu þó þeir geti boðið upp á alls kyns jólatilboð. „Enda eru margs konar jólatilboð í gangi," segir Sigurjón, en að hans sögn eru svipaðar reglur fyrir hendi í Smáralind og því einnig óheimilt að halda jólaútsölur þar.
Tengdar fréttir María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19