Innlent

Lögðu hald á ólöglega mjólk á höfuðborgarsvæðinu

BBI skrifar
Europol stóð fyrir eftirliti erlendis.
Europol stóð fyrir eftirliti erlendis. Mynd/interpol
Tollayfirvöld stóðu á dögunum fyrir aðgerðum gegn innflutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum matvælum hér á landi. Meðal annars var lagt hald á ólöglega mjólk sem var til sölu í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Þann 3.-9. desember stóðu Tollgæslan, Matvælastofnun og eitt heilbrigðiseftirlit fyrir aðgerðum sem eru hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni Europol og Interpol. Verkefnið ber heitið Opson II og er liður í baráttunni gegn sölu og dreifingu á hvers kyns fölsuðum og ólöglegum vörum. Brotastarfsemin reynist oft vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en í aðgerðum tengt Opson II hefur alls verið lagt hald á rúmlega 235 tonn af vörum og matvælum sem margar eru taldar vera hættulegar neytendum.

Alls tóku 29 lönd þátt í verkefninu að þessu sinni, en hér á landi skoðuðu tollayfirvöld matvælasendingar frá fyrirfram ákveðnum ríkjum en Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlitið sáu um eftirlit innanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×