Innlent

Steingrímur og Bjarkey efst í forvalinu

BBI skrifar
Steingrímur J. Sigfússon sigraði í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, en hann var sá eini sem sóttist eftir fyrsta sæti framboðslistans. Í öðru sæti hafnaði Bjarkey Gunnarsdóttir frá Ólafsfirði og í þriðja sæti lenti Edward H. Huijbens. Þetta kemur fram á fréttavef Vikudags.

Alls kaus 261 maður í forvalinu en á kjörskrá voru 722 þannig að þátttakan var 36%. Steingrímur hlaut 199 atkvæði í fyrsta sætið. Bjarkey fékk 77 atkvæði í 1-2. sæti.

Forvalið er leiðbeinandi en kjörstjórn mun á næstu vikum stilla upp lista flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×