Innlent

Villtir ferðalangar á Þorskafjarðarheiði

BBI skrifar
Björgunarsveitir eru nú á leið upp á Þorskafjarðarheiði eftir að neyðarkall barst þaðan fyrr í dag.

Neyðarkallið kom frá ferðalöngum en vegna slæmra skilyrða tókst ekki að fá ítarlegar upplýsingar frá þeim sem neyðarkallið sendu, en svo virðist sem þeir séu á bíl eða bílum á ferð. Neyðarkallið barst um klukkan tvö í dag.

Björgunarsveitir frá Hólmavík og Reykhólum eru nú á leið á heiðina til að hafa uppi á ferðalöngunum og koma þeim til byggða. Sem stendur er ekkert vitað um líðan þeirra né hve margir þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×