Innlent

Hálka víða á landinu

BBI skrifar
Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á landinu í dag og snjóþekja á Vestfjörðum og um austanvert land. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar má búast við norðaustan strekkingi og éljum í dag, einkum norðaustan- og austanlands. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum eru ófærar og þungfært í Oddskarði á austurlandi. Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×