Innlent

Reyna enn að semja um jólahlé

Þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna reyna enn að komast að samkomulagi um jólahlé á Alþingi. Fundað var um málið í gær án niðurstöðu. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að reynt yrði að funda aftur um málið í dag. Í gærdag sagðist Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænum bjartsýn á að ljúka megi þinghaldi á fimmtudag eða föstudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×