Innlent

"Hommafælni er hatur"

BBI skrifar
Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri birti harðorða færslu á facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem talar um hommafælni. „Við ættum ekki að líta á hommafælni sem einhvers konar ótta," segir hann.

„Er til eitthvað sem heitir svertingjafælni? Nei, það er rasismi. Eftir að móðir mín dó setti ég gjarna varalitinn hennar og naglalakkið hennar á mig. Var það synd? Nei. Það var eðlilegur virðingarvottur við hana, systur hennar og ömmur mínar. Hluti af henni lifir í sjálfum mér og ég er stoltur af henni og minni kvenlegu hlið. Hættið að hata LGBT-fólk (lesbíur, homma, tvíkynhneigða og transfólk). Þetta er bara fólk eins og aðrir. Hommafælni er ekki ótti, það er hatur. Sá sem er haldinn hommafælni er ekki fórnarlambið heldur gerandinn."

Hér má nálgast færslu Jóns Gnarr sem er á ensku og hefur vakið talsverða athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×