Sykurskatturinn gæti aukið neyslu á sælgæti BBI skrifar 16. desember 2012 18:25 Mynd/Stefán Karlsson Embætti Landlæknis gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum, en með þeim á að hækka vörugjöld á sykur. Tillögurnar þykja ekki vel útfærðar í núverandi mynd, munu ekki hvetja til aukinnar hollustu og einhverjar líkur á að þær auki sælgætisát. Frumvarpið er liður í tekjuöflunaráformum ríkisstjórnarinnar sem komu fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er áformað að hækka sykurskatt úr 60 í 210 krónur á kíló og er eitt helsta markmiðið að fá fólk til að borða hollari mat og sneiða hjá óhollustu. Landlæknisembættið segir ólíklegt að það markmið muni nást ef tillögurnar eru samþykktar óbreyttar. Sykurgjöldin munu leggjast jafnt á allar vörur sem innihalda sykur og vörugjöldin á hverja vöru miðast við hlutfall af viðbættum sykri. Þannig fer það eftir magni sykurs í vörunni hvort gjöld á hana hækka frá því sem áður var. Til dæmis munu vörugjöld á súkkulaði lækka ef magn sykurs í því er undir 48% en annars munu þau hækka. Landlæknisembættið segir að gjöld á gosdrykki muni hækka um 5 krónur á lítra, sem þykir lítið, og gjöld á súkkulaði lækka um 16 krónur á kíló. „Þetta eru þær vörutegundir sem vega hvað þyngst í sykurneyslu landsmanna," segir í umsögn embættisins. „Ekki er hægt að segja að sú leið sem valin hefur verið taki nægjanlega mið af manneldissjónarmiðum og mun því ekki hafa mikil áhrif til bættrar lýðheilsu. Hækka þyrfti vörugjöld á sykri talsvert meira en nú er gert til þess að það skili hækkun sem einhverju nemur á þessum vörum sem vega þyngst í sykurneyslu landsmanna." Landlæknisembættið bendir á að bein hækkun vörugjalda á gosdrykki og sælgæti væri árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Hér má nálgast umsögn Landslæknisembættisins í heild sinni. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Embætti Landlæknis gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum, en með þeim á að hækka vörugjöld á sykur. Tillögurnar þykja ekki vel útfærðar í núverandi mynd, munu ekki hvetja til aukinnar hollustu og einhverjar líkur á að þær auki sælgætisát. Frumvarpið er liður í tekjuöflunaráformum ríkisstjórnarinnar sem komu fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er áformað að hækka sykurskatt úr 60 í 210 krónur á kíló og er eitt helsta markmiðið að fá fólk til að borða hollari mat og sneiða hjá óhollustu. Landlæknisembættið segir ólíklegt að það markmið muni nást ef tillögurnar eru samþykktar óbreyttar. Sykurgjöldin munu leggjast jafnt á allar vörur sem innihalda sykur og vörugjöldin á hverja vöru miðast við hlutfall af viðbættum sykri. Þannig fer það eftir magni sykurs í vörunni hvort gjöld á hana hækka frá því sem áður var. Til dæmis munu vörugjöld á súkkulaði lækka ef magn sykurs í því er undir 48% en annars munu þau hækka. Landlæknisembættið segir að gjöld á gosdrykki muni hækka um 5 krónur á lítra, sem þykir lítið, og gjöld á súkkulaði lækka um 16 krónur á kíló. „Þetta eru þær vörutegundir sem vega hvað þyngst í sykurneyslu landsmanna," segir í umsögn embættisins. „Ekki er hægt að segja að sú leið sem valin hefur verið taki nægjanlega mið af manneldissjónarmiðum og mun því ekki hafa mikil áhrif til bættrar lýðheilsu. Hækka þyrfti vörugjöld á sykri talsvert meira en nú er gert til þess að það skili hækkun sem einhverju nemur á þessum vörum sem vega þyngst í sykurneyslu landsmanna." Landlæknisembættið bendir á að bein hækkun vörugjalda á gosdrykki og sælgæti væri árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Hér má nálgast umsögn Landslæknisembættisins í heild sinni.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira