Innlent

Ungur maður tekinn við að stela úr bílum

Lögreglan á Selfossi handtók í nótt ungan mann sem var að fara inn í bíla og stela ýmsu smálegu úr þeim.

Bílarnir, sem hann fór inn í voru ólæstir og vann hann ekki tjón á þeim. Maðurinn verður í haldi eitthvað fram eftir morgni, ef ske kynni að fleiri tilkynningar berist um hnupl úr bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×