Innlent

Gefur engar skýringar um hvaða brot áttu sér stað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er verið að kanna starfsskyldur hans og hann er leystur frá vinnuskyldu í þessari viku, segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Jón Pálmi Pálsson, starfandi bæjarstjóri og bæjarritari, var leystur frá störfum tímabundið í gær, en engar upplýsingar hafa fengist um það hvaða brot á starfsskyldum bæjarstjórinn er grunaður um.

„Hann nýtur allra réttinda sem starfsmaður, launa og kjara, á meðan þessu stendur," segir Sveinn í samtali við Vísi. Hann segir að ákveðinn ferill fari í gang, þegar einhverjar athugasemdir berast um eitthvað sem kann að þurfa að skoða. Þetta sé gert til að vernda vinnuveitandann og starfsmanninn sjálfan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×