Lífskjör foreldra verri en margra annarra Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. desember 2012 15:09 Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf. Mynd/ Anton. Stjórnvöld hafa brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega, með það að markmiði að vernda viðkvæma hópa. Þó eru vísbendingar um að lífskjör foreldra séu verri en annarra hópa samfélagsins og hafa þar að auki versnað meira í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta segir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, sem hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf, um stöðu barnafjölskyldna eftir bankahrun. Leiðbeinandi Ragnheiðar Láru var Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ragnheiður Lára vekur sérstaklega athygli á því að staða barnafjölskyldna hafi versnað mun meira en staða barnslausra. „Það var þetta sem kom mér mest á óvart," segir Ragnheiður Lára í samtali við Vísi. Hún segir líka að staða einstæðra foreldra hafi komið sér mjög á óvart. Tæplega 80% þeirra eigi í erfiðleikum með að ná saman endum. „En hlutfall einstæðra foreldra sem býr við lök lífskjör jókst ekki endilega. Það kannski gefur til kynna að stjórnvöldum hefur kannski að einhverju leyti tekist að vernda þann hóp," segir Ragnheiður.Fjölskyldufólk oft mikið skuldsett Ragnheiður Lára skoðaði meðal annars tengsl tekna og lífskjara. „Þá kom í ljós að það eru ekkert endilega þeir sem eru í lægsta tekjuhópnum sem eru verst settir," segir Ragnheiður Lára. Þessi niðurstaða sé í samræmi við niðurstöður Seðlabanka. „Það eru millitekjuhópur, ungar barnafjölskyldur, sem koma verst út úr hruninu," segir hún. Þessi hópur fái ekki fjárhagsaðstoð af því að hann sé með ágætis tekjur, en sé mjög skuldsettur. Fjárhagsaðstoð miðist hins vegar mest út frá tekjum fólks. Ragnheiður segir að ástæður fyrir vanda þessa fólks séu margþættar. Fólkið hafi ofmetið framtíðartekjur sínar, fasteignabóla hafi verið á markaði þegar þessir foreldrar keyptu sér húsnæði, barnafólk þurfi alla jafna stærra húsnæði en barnlaust fólk og svo séu útgjöld barnafólks miklu hærri en útgjöld barnslausra. Ragnheiður Lára segist líka hafa skoðað tengsl hamingju og lífskjara. Niðurstaðan sé sú að þeir sem mátu lífskjör sín miklu verri eftir bankahrun en þau voru fyrir, eða mátu lífskjör sín miklu verri en lífskjör annarra fjölskyldna, eða áttu mjög erfitt með að ná endum saman, séu töluvert minna hamingjusamir en aðrir. „Mér finnst það mikið áhyggjuefni vegna þess hvað þeim hefur fjölgað, þeim barnafjölskyldum sem eru í vanda„ segir Ragnheiður Lára. Þetta þetta þýði að óhamingjusömum foreldrum hafi fjölgað. „Ef að hamingjan hverfur með lífskjörunum þá erum við líka með fleiri óhamingjusama foreldra," segir Ragnheiður Lára. Þetta verði að hafa í huga og jafnframt það að líðan foreldra endurspeglast í uppeldi barnanna. Það verði samt líka að hafa í huga að það sem spái helst fyrir um hamingju séu góð tengsl við vini, gott hjónaband og slíkt frekar en tekjur og fjárhagsstaða.Snýst ekki allt um krónur og aura Ragnheiður Lára segir niðurstöðurnar mikilvægar. „Það skiptir mjög miklu máli að gera svona rannsóknir, af því að þær rannsóknir sem voru gerðar í kreppunni í Finnlandi og þær rannsóknir sem voru gerðar hérna um áramótin 1990, sú þekking nýtist alveg núna," segir Ragnheiður Lára. Hún bendir líka á mikilvægi þess að mæla ekki bara tekjur og lífskjör heldur að mæla líka hamingju fólks. Með því að bæta hamingjumælingu við geti fólk áttað sig á því að þeir sem berjast við erfiða fjárhagsstöðu geta verið líka óhamingjusamir. Þetta snúist ekki bara allt um krónur og aura. Gögnin sem Ragnheiður notaði við rannsóknina voru valin með það að markmiði að gefa sem besta mynd af lífskjörum barnafjölskyldna. Gögnin eru frá Hagstofu Íslands, Capacent Gallup og Embætti landlæknis. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Stjórnvöld hafa brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega, með það að markmiði að vernda viðkvæma hópa. Þó eru vísbendingar um að lífskjör foreldra séu verri en annarra hópa samfélagsins og hafa þar að auki versnað meira í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta segir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, sem hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf, um stöðu barnafjölskyldna eftir bankahrun. Leiðbeinandi Ragnheiðar Láru var Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ragnheiður Lára vekur sérstaklega athygli á því að staða barnafjölskyldna hafi versnað mun meira en staða barnslausra. „Það var þetta sem kom mér mest á óvart," segir Ragnheiður Lára í samtali við Vísi. Hún segir líka að staða einstæðra foreldra hafi komið sér mjög á óvart. Tæplega 80% þeirra eigi í erfiðleikum með að ná saman endum. „En hlutfall einstæðra foreldra sem býr við lök lífskjör jókst ekki endilega. Það kannski gefur til kynna að stjórnvöldum hefur kannski að einhverju leyti tekist að vernda þann hóp," segir Ragnheiður.Fjölskyldufólk oft mikið skuldsett Ragnheiður Lára skoðaði meðal annars tengsl tekna og lífskjara. „Þá kom í ljós að það eru ekkert endilega þeir sem eru í lægsta tekjuhópnum sem eru verst settir," segir Ragnheiður Lára. Þessi niðurstaða sé í samræmi við niðurstöður Seðlabanka. „Það eru millitekjuhópur, ungar barnafjölskyldur, sem koma verst út úr hruninu," segir hún. Þessi hópur fái ekki fjárhagsaðstoð af því að hann sé með ágætis tekjur, en sé mjög skuldsettur. Fjárhagsaðstoð miðist hins vegar mest út frá tekjum fólks. Ragnheiður segir að ástæður fyrir vanda þessa fólks séu margþættar. Fólkið hafi ofmetið framtíðartekjur sínar, fasteignabóla hafi verið á markaði þegar þessir foreldrar keyptu sér húsnæði, barnafólk þurfi alla jafna stærra húsnæði en barnlaust fólk og svo séu útgjöld barnafólks miklu hærri en útgjöld barnslausra. Ragnheiður Lára segist líka hafa skoðað tengsl hamingju og lífskjara. Niðurstaðan sé sú að þeir sem mátu lífskjör sín miklu verri eftir bankahrun en þau voru fyrir, eða mátu lífskjör sín miklu verri en lífskjör annarra fjölskyldna, eða áttu mjög erfitt með að ná endum saman, séu töluvert minna hamingjusamir en aðrir. „Mér finnst það mikið áhyggjuefni vegna þess hvað þeim hefur fjölgað, þeim barnafjölskyldum sem eru í vanda„ segir Ragnheiður Lára. Þetta þetta þýði að óhamingjusömum foreldrum hafi fjölgað. „Ef að hamingjan hverfur með lífskjörunum þá erum við líka með fleiri óhamingjusama foreldra," segir Ragnheiður Lára. Þetta verði að hafa í huga og jafnframt það að líðan foreldra endurspeglast í uppeldi barnanna. Það verði samt líka að hafa í huga að það sem spái helst fyrir um hamingju séu góð tengsl við vini, gott hjónaband og slíkt frekar en tekjur og fjárhagsstaða.Snýst ekki allt um krónur og aura Ragnheiður Lára segir niðurstöðurnar mikilvægar. „Það skiptir mjög miklu máli að gera svona rannsóknir, af því að þær rannsóknir sem voru gerðar í kreppunni í Finnlandi og þær rannsóknir sem voru gerðar hérna um áramótin 1990, sú þekking nýtist alveg núna," segir Ragnheiður Lára. Hún bendir líka á mikilvægi þess að mæla ekki bara tekjur og lífskjör heldur að mæla líka hamingju fólks. Með því að bæta hamingjumælingu við geti fólk áttað sig á því að þeir sem berjast við erfiða fjárhagsstöðu geta verið líka óhamingjusamir. Þetta snúist ekki bara allt um krónur og aura. Gögnin sem Ragnheiður notaði við rannsóknina voru valin með það að markmiði að gefa sem besta mynd af lífskjörum barnafjölskyldna. Gögnin eru frá Hagstofu Íslands, Capacent Gallup og Embætti landlæknis.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira