Ákærður fyrir að rífa íslenskan fjárhund upp á eyrunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. desember 2012 16:17 Reynisfjara. Mynd/ HAG. Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um brot á lögum um dýravernd. Hann var ákærður fyrir að hafa á föstudegi árið 2010 tekið íslenskan fjárhund upp á eyrunum og haldið á honum þannig nokkurn spöl á meðan að hundurinn ýlfraði og vældi af kvölum og reyndi ákaft að losa sig. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en kannast við að hafa tekið hundinn upp á hnakkadrambinu, gengið með hann þannig tvö til þrjú skref, sett hann síðan undir höndina og borið hann þannig í átt að bifreið sinni sem var í bílastæði við Reynisfjöru, þar sem hann var staddur. Samkvæmt framburði vitna sem komu fyrir dóminn mun þýskum ferðamönnum sem þarna voru staddir hafi brugðið við þessar aðfarir, en bæði þessi vitni bera að ákærði hafi tekið hundinn upp á eyrunum og borið hann þannig nokkurn spöl, allt að 40-50 metra að sögn annars vitnisins. Bæði þessi vitna bera að þau hafi verið um 10-20 metra frá ákærða er þau sáu hann lyfta hundinum en ekki kom fram hjá vitnunum að dýrið hefði reynt að losa sig. Þorvaldur Hlíðdal dýralæknir bar vitni fyrir dómi og kvað ákaflega erfitt og ólíklegt að hægt væri að taka hund upp á eyrunum og taldi hann hundinn myndu reyna að vinda sig út úr þeirri stöðu. Í dómnum segir að hafa verði í huga að vitnin voru 10-20 metrum frá ákærða þegar hann tók hundinn upp og ekki hafi verið sýnt fram á að hundurinn hafi reynt að losa sig úr takinu. Því sé ekki hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Það var Héraðsdómur Suðurlands sem kvað dóminn upp. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um brot á lögum um dýravernd. Hann var ákærður fyrir að hafa á föstudegi árið 2010 tekið íslenskan fjárhund upp á eyrunum og haldið á honum þannig nokkurn spöl á meðan að hundurinn ýlfraði og vældi af kvölum og reyndi ákaft að losa sig. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en kannast við að hafa tekið hundinn upp á hnakkadrambinu, gengið með hann þannig tvö til þrjú skref, sett hann síðan undir höndina og borið hann þannig í átt að bifreið sinni sem var í bílastæði við Reynisfjöru, þar sem hann var staddur. Samkvæmt framburði vitna sem komu fyrir dóminn mun þýskum ferðamönnum sem þarna voru staddir hafi brugðið við þessar aðfarir, en bæði þessi vitni bera að ákærði hafi tekið hundinn upp á eyrunum og borið hann þannig nokkurn spöl, allt að 40-50 metra að sögn annars vitnisins. Bæði þessi vitna bera að þau hafi verið um 10-20 metra frá ákærða er þau sáu hann lyfta hundinum en ekki kom fram hjá vitnunum að dýrið hefði reynt að losa sig. Þorvaldur Hlíðdal dýralæknir bar vitni fyrir dómi og kvað ákaflega erfitt og ólíklegt að hægt væri að taka hund upp á eyrunum og taldi hann hundinn myndu reyna að vinda sig út úr þeirri stöðu. Í dómnum segir að hafa verði í huga að vitnin voru 10-20 metrum frá ákærða þegar hann tók hundinn upp og ekki hafi verið sýnt fram á að hundurinn hafi reynt að losa sig úr takinu. Því sé ekki hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Það var Héraðsdómur Suðurlands sem kvað dóminn upp.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira