Innlent

Heimsendir handan við hornið - jólahreingerningin gæti verið sú síðasta

Það er heimsendir handan við hornið, ef marka má bölsýnustu spár. Þannig vilja sanntrúaðir meina að þann 21. desember næstkomandi, á sólstöðum ef við viljum vera nákvæm, verði hvorki meira né minna en heimsendir.

Raunar er heimsendi spáð með reglulega millibili og hefur slík spá ekki gengið eftir - enn sem komið er. Í það minnsta ekki hvað varðar veraldlega tilvist okkar jarðarbúa. Nú vilja menn meina að Mayjar hafi áttað sig á tíma jarðarinnar, en 21. desember rennur tímatal þessarar merku siðmenningar út. Og sumir vilja að þar með endi allt líf á jörðu.

En hvort það sé óhætt að sleppa jólahreingerningunni í ár eða gjafakaupum er svo önnur saga. Ísland í dag kannaði málið og innslagið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×