Óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2012 18:30 Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira