Óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2012 18:30 Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira