Óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2012 18:30 Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Ungur maður sem var ógnað af ræningja með byssu í söluturni í fyrrakvöld segist hafa óttast um líf sitt. Hann hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Lögregla leitar ræningjans ennþá. Það var klukkan hálf tólf á föstudagskvöldið sem að karlmaður vopnaður byssu réðst inn í söluturn við Grundarstíginn og ógnaði tvítugum sálfræðinema sem var þar við vinnu. „Ég stóð og var að laga til í videospólunum og þá kemur hann inn og byrjar að öskra. Ég held fyrst að þetta sé einhver að gera misheppnað grín, lít upp og þá sé ég að hann heldur á byssu. Síðan kemur hann, hann er svolítið fljótur að labba, hann kemur hérna og slær mig í öxlina með byssunni," segir Sölvi Sigurðarson sálfræðinemi. „Hann segir mér að fara í áttina að kassanum. Hann öskrar eitthvað á ensku, „I shoot" og eitthvað svona fleira fallegt. Ég þorði ekki að taka sénsinn á því að þetta væri plat eða hvort hann myndi skjóta mig. Þannig að mér fannst réttast að hlýða honum," segir Sölvi. Ræninginn hafði tæplega 30 þúsund krónur á brott með sér. Sölvi segir að þó hann hafi heyrt hvell þegar skotið var úr byssunni hafi honum brugðið þegar lögreglan fann skothylki. Hún hafi tjáð honum að líklega hefði verið um púðurskot að ræða. Sölvi segist hafa verið hræddur um líf sitt á tímabili. „Þegar hann var með byssuna og miðaði í andlitið á mér," segir hann. Hann telur að það hafi tekið lögregluna um fimm mínútur að mæta á staðinn. „Þá var sjoppan stútfull af lögrelgumönnum," segir hann. Lögregla fór svo með Sölva á bráðamóttöku Landpsítalans. Þar voru teknar myndir af áverkunum, sem voru ekki miklir. „Bara smá far eftir hlaupið á byssunni," segir Sölvi.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði