Innlent

Rasistamálið í Smáralind: Það er enginn munur á okkur og öðrum - við tölum alveg íslensku

Hópur ungmenna lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í Smáralind í gærkvöldi þegar maður vatt sér að þeim og tók að ausa yfir þau svívirðingum. Þau settu atvikið á Facebook til að vekja athygli á fordómum.

Ungmennin, sem eru flest af asísku bergi brotin voru saman komin í anddyri verslunarmiðstöðvarinnar þegar maðurinn vatt sér að þeim.

„Ég var að koma að heiman, og ætlaði að hitta vini mína áður en ég færi á æfingu. Svo erum við þarna í ganginu og ætlum akkúrat að fara út. Þá kemur þessi maður inn og spyr: Talið þið íslensku?," segir Hajar Anbari, sem tók atvikið upp á símann sinn.

Maðurinn fór því næst inn í Smáralindina og kom svo upp að þeim aftur og jós svívirðingum yfir þau. „Fyrst sagði enginn neitt, ég er ekki manneskja sem rífur kjaft við eldra fólk því ég ber virðingu fyrir þeim. En ég var ekki að taka þessu, hann vildi ekki láta okkur vera,"

Það var vinkona hennar Cassandra sem setti myndskeiðið á Facebook og Hajar segir að viðbrögðin við því hafi komið þeim verulega á óvart.

„Það eru margir sem standa við bakið á okkur. Þetta sýnir hvernig fordómarnir koma til okkar "útlendingana" þótt að flestir okkar séu með ríkisborgararrétt, ég fæddist hér og Cassandra fæddist hér. Það er enginn munur á okkur, við tölum alveg íslensku."

Viðtal við Hajar má sjá í heild seinni hér að ofan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.