Innlent

Of mikill hávaði í leikskólum og íþróttasölum

Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar að ganga með eyrnahlífar.

Stjórn heimilis og skóla segir í tilkynningu að ekki ætti að gera minni kröfur til starfsumhverfis barna en fullorðinna, auk þess sem börn séu mun viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir og minna þurfi til að heyrn þeirra skaðist.

Samtökin vilja að viðkomandi yfirvöld gefi þessu gaum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×