Innlent

Eldsvoði í Grindavík snemma í morgun

Eldur kviknaði í tvílyftu timburhúsi í Grindavík og tilkynnti nágranni um eldinn klukkan rúmlega fimm í morgun.

Þegar slökkvilið kom á vettvang, var húsráðandi, sem býr einn í húsinu, kominn út heill á húfi, en innandyra logaði eldur, meðal annars í sófa í stofu.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta, en töluvert tjón hefur að líkindum orðið af reyk. Lögregla er nú að kanna eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×