Innlent

Selja jólakort í nafni mannréttinda barna

BBI skrifar
Þuríður og Kristín með jólakortin við Rósina, minnisvarða Barnaheilla sem staðsettur er við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum.
Þuríður og Kristín með jólakortin við Rósina, minnisvarða Barnaheilla sem staðsettur er við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum.
Með því að kaupa jólakort Barnaheilla má styðja starfsemi Save the Children á Íslandi en ágóðinn rennur beint til verkefna Barnaheilla. Þannig „gefur maður börnum mannréttindi í jólagjöf," svo notað sé orðalag Sigríðar Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra kynningarmála hjá Barnaheillum.

Það eru listmálararnir Kristín Gunnlaugsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir sem leggja Barnaheillum lið að þessu sinni með því að leyfa afnot af verkum sínum á jólakortum samtakanna. Auk þess leggur Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, þeim til ljóðið Í koti.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International sem vinna að réttindum barna í 120 löndum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarljós samtakanna. Hérlendis leggja samtökin áherslu á að standa vörð um réttindi barna, á vernd þeirra gegn ofbeldi og að virkja áhrifamátt barna. Erlendis styðja Barnaheill menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er hægt að kaupa á skrifstofu samtakanna á Suðurlandsbraut 24 eða í gegnum heimasíðuna www.barnaheill.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×