Innlent

Fékk annað sætið

Willum Þór Þórsson er líklega þekktastur fyrir að vera knattspyrnuþjálfari.
Willum Þór Þórsson er líklega þekktastur fyrir að vera knattspyrnuþjálfari.
Willum Þór Þórsson fékk góða kosningu í annað sæti lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar.

Hann tapaði í baráttunni um fyrsta sætið við þingmanninn og ritara flokksins, Eygló Harðardóttur, í morgun og ákvað því að gefa kost á sér í annað sætið.

Það tók hann nokkuð örugglega, en hann fékk 136 atkvæði á meðan næsti maður á eftir, Una María Óskarsdóttir, fékk 41 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×