Innlent

Víða hálka

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en víða er hált á Suðurlandi. Snjóþekja er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka er á velflestum vegum á Vesturlandi. Verið er að hreinsa veginn um Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða hálka, raunar er flughált á kafla í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og Innstrandavegi.

Það er víða hált á Norðurlandi og sumstaðar snjóþekja austan Eyjafjarðar.

Á Austurlandi er varað við flughálku á kafla í Vopnafirði, á Borgarfjarðarvegi og Vatnsskarði eystra, og eins á Oddsskarði. Annars er víðast hvar hálka. Verið er að hreinsa á Háreksstaðaleið.

Vetrarfærð er einnig á Suðausturlandi, hálka, hálkublettir eða krap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×