Innlent

Eldsvoðinn reyndist vera grillmeistari

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag.
Svo virðist vera sem eldurinn í Lágmúla hafi alls ekki verið neinn eldur, heldur hafi þar verið á ferðinni metnaðarfullur grillmeistari. Hann olli því að reykur og reykjarlykt barst um hverfið og vegfarandi tilkynnti um hugsanlegan eld í Videóhöllinni í Lágmúla.

Um er að ræða margra hæða skrifstofu- og verslunarhúsnæði og því var mikill viðbúnaður vegna tilkynningarinnar.

Svo virðist þó sem að einhver grillari hafi verið að elda hádegismatinn í blíðunni. Því fór mun betur en á horfði í upphafi, ef svo má að orði komast.


Tengdar fréttir

Eldur í Lágmúla

Mikill viðbúnaður er vegna tilkynningar um reyk og reykjarlykt í Lágmúla 7, sem er í sama húsi og Vídeóhöllin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×