Hanna Birna útilokar formannsframboð gegn Bjarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, útilokar formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á næsta landsfundi. Þá segist hún, rétt eins og formaðurinn, vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hanna Birna fékk 74 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna á laugardag. Hún mun því leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu og hefur hún ákveðið að taka oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Margir telja að þessi yfirburðakosning sé gott veganesti í formannsframboð á landsfundi og talað er um að þrýst verði á Hönnu Birnu að skora Bjarna Benediktsson á hólm að nýju. „Ég útiloka ekki að bjóða mig einhvern tímann fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég hins vegar bauð mig fram fyrir ári síðan og þá fengu landsfundarfulltrúar tækifæri til þess að velja einstakling til þess að leiða þá inn í næstu alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson vann þá kosningu og ég tel að tíma mínum sé betur varið á næstu mánuðum við að tryggja það að við náum hér góðum sigri í Reykjavík en að fara í slag aftur á landsfundi," segir Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Þannig að þú útilokar formannsframboð á næsta landsfundi? „Já, að svo komnu máli er ég ekki að bjóða mig fram á landsfundi gegn sitjandi formanni. Ekki í febrúar." En útilokar ekki varaformannsframboð? „Ég hef enga ákvörðun tekið með það. Það er nógur tími til þess að ákveða það og við sjáum hvað setur með það." Eftir þennan góða árangur Hönnu Birnu hefur verið gerð sú krafa til hennar að hún geri skýra grein fyrir afstöðu sinni til veigamestu mála í þjóðmálaumræðunni. Eitt þessara mála er hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég tel að við eigum að slíta þessum viðræðum en ég er líka sammála ályktun landsfundar um að það eigi að bera það undir þjóðina og við munum una þeirri niðurstöðu," segir Hanna Birna. Fyrir slíka atkvæðagreiðslu, myndir þú berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið? „Já." Tengdar fréttir Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00 Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, útilokar formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á næsta landsfundi. Þá segist hún, rétt eins og formaðurinn, vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hanna Birna fékk 74 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna á laugardag. Hún mun því leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu og hefur hún ákveðið að taka oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Margir telja að þessi yfirburðakosning sé gott veganesti í formannsframboð á landsfundi og talað er um að þrýst verði á Hönnu Birnu að skora Bjarna Benediktsson á hólm að nýju. „Ég útiloka ekki að bjóða mig einhvern tímann fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég hins vegar bauð mig fram fyrir ári síðan og þá fengu landsfundarfulltrúar tækifæri til þess að velja einstakling til þess að leiða þá inn í næstu alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson vann þá kosningu og ég tel að tíma mínum sé betur varið á næstu mánuðum við að tryggja það að við náum hér góðum sigri í Reykjavík en að fara í slag aftur á landsfundi," segir Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Þannig að þú útilokar formannsframboð á næsta landsfundi? „Já, að svo komnu máli er ég ekki að bjóða mig fram á landsfundi gegn sitjandi formanni. Ekki í febrúar." En útilokar ekki varaformannsframboð? „Ég hef enga ákvörðun tekið með það. Það er nógur tími til þess að ákveða það og við sjáum hvað setur með það." Eftir þennan góða árangur Hönnu Birnu hefur verið gerð sú krafa til hennar að hún geri skýra grein fyrir afstöðu sinni til veigamestu mála í þjóðmálaumræðunni. Eitt þessara mála er hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég tel að við eigum að slíta þessum viðræðum en ég er líka sammála ályktun landsfundar um að það eigi að bera það undir þjóðina og við munum una þeirri niðurstöðu," segir Hanna Birna. Fyrir slíka atkvæðagreiðslu, myndir þú berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið? „Já."
Tengdar fréttir Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00 Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30
Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00
Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18