Hanna Birna útilokar formannsframboð gegn Bjarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, útilokar formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á næsta landsfundi. Þá segist hún, rétt eins og formaðurinn, vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hanna Birna fékk 74 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna á laugardag. Hún mun því leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu og hefur hún ákveðið að taka oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Margir telja að þessi yfirburðakosning sé gott veganesti í formannsframboð á landsfundi og talað er um að þrýst verði á Hönnu Birnu að skora Bjarna Benediktsson á hólm að nýju. „Ég útiloka ekki að bjóða mig einhvern tímann fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég hins vegar bauð mig fram fyrir ári síðan og þá fengu landsfundarfulltrúar tækifæri til þess að velja einstakling til þess að leiða þá inn í næstu alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson vann þá kosningu og ég tel að tíma mínum sé betur varið á næstu mánuðum við að tryggja það að við náum hér góðum sigri í Reykjavík en að fara í slag aftur á landsfundi," segir Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Þannig að þú útilokar formannsframboð á næsta landsfundi? „Já, að svo komnu máli er ég ekki að bjóða mig fram á landsfundi gegn sitjandi formanni. Ekki í febrúar." En útilokar ekki varaformannsframboð? „Ég hef enga ákvörðun tekið með það. Það er nógur tími til þess að ákveða það og við sjáum hvað setur með það." Eftir þennan góða árangur Hönnu Birnu hefur verið gerð sú krafa til hennar að hún geri skýra grein fyrir afstöðu sinni til veigamestu mála í þjóðmálaumræðunni. Eitt þessara mála er hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég tel að við eigum að slíta þessum viðræðum en ég er líka sammála ályktun landsfundar um að það eigi að bera það undir þjóðina og við munum una þeirri niðurstöðu," segir Hanna Birna. Fyrir slíka atkvæðagreiðslu, myndir þú berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið? „Já." Tengdar fréttir Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00 Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, útilokar formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni á næsta landsfundi. Þá segist hún, rétt eins og formaðurinn, vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hanna Birna fékk 74 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna á laugardag. Hún mun því leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu og hefur hún ákveðið að taka oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Margir telja að þessi yfirburðakosning sé gott veganesti í formannsframboð á landsfundi og talað er um að þrýst verði á Hönnu Birnu að skora Bjarna Benediktsson á hólm að nýju. „Ég útiloka ekki að bjóða mig einhvern tímann fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég hins vegar bauð mig fram fyrir ári síðan og þá fengu landsfundarfulltrúar tækifæri til þess að velja einstakling til þess að leiða þá inn í næstu alþingiskosningar. Bjarni Benediktsson vann þá kosningu og ég tel að tíma mínum sé betur varið á næstu mánuðum við að tryggja það að við náum hér góðum sigri í Reykjavík en að fara í slag aftur á landsfundi," segir Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Þannig að þú útilokar formannsframboð á næsta landsfundi? „Já, að svo komnu máli er ég ekki að bjóða mig fram á landsfundi gegn sitjandi formanni. Ekki í febrúar." En útilokar ekki varaformannsframboð? „Ég hef enga ákvörðun tekið með það. Það er nógur tími til þess að ákveða það og við sjáum hvað setur með það." Eftir þennan góða árangur Hönnu Birnu hefur verið gerð sú krafa til hennar að hún geri skýra grein fyrir afstöðu sinni til veigamestu mála í þjóðmálaumræðunni. Eitt þessara mála er hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég tel að við eigum að slíta þessum viðræðum en ég er líka sammála ályktun landsfundar um að það eigi að bera það undir þjóðina og við munum una þeirri niðurstöðu," segir Hanna Birna. Fyrir slíka atkvæðagreiðslu, myndir þú berjast fyrir því að viðræðunum yrði slitið? „Já."
Tengdar fréttir Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30 Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00 Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Hanna Birna áhrifamesti forystumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin hafa styrkt stöðu sína verulega hafi hún áhuga á að bjóða sig fram að nýju í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins eftri glimrandi kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. 25. nóvember 2012 18:30
Hanna Birna vann stórsigur Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson munu leiða lista Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu í þingkosningunum í vor. Birni Vali Gíslasyni þingmanni var hins vegar hafnað. 26. nóvember 2012 06:00
Ýtir undir kröfuna um að Hanna Birna fari fram gegn Bjarna Ben Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að góður árangur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ýti enn frekar undir kröfur þeirra sem vilja að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins á næsta landsfundi. 25. nóvember 2012 12:18