Hrottaleg kynferðisbrot séra Georgs Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:17 Landakotskirkja og Landakotsskóli. Mynd/Valgarður Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira