Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 11:15 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni