Sumarhúsaeigendur velta fyrir sér að höfða mál Erla Hlynsdóttir skrifar 20. október 2012 19:12 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/GVA Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli sumarhúsaeigenda við Elliðavatn. Þeir þurfa því að kröfu Orkuveitu Reykjavíkur að yfirgefa húsin fyrir áramót. Lögmaður húseigenda reiknar með að málið fari fyrir dómstóla. Elliðavatn er elsta sumarhúsabyggð á landinu. Fréttastofa greindi frá því í ágúst að um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þyrftu að yfirgefa húsin eftir að Orkuveitan ákvað að framlengja ekki leigusamninga. Rök Orkuveitunnar eru að húsin þurfi að víkja af vatnsverndarsjónarmiðum. Sumarhúsaeigendur á svæðinu eru ósáttir við ákvörðun Orkuveitunnar og með aðstoð lögmanns kærðu málið til Kærunefndar Húsamála. „Hún kom mér mjög á óvart þessi niðurstaða sem var felld um daginn í úrskurði," segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús tóku gildi árið 2008. Þar segir að ákvæði laganna gildi um leigu á lóðum þegar samningur er annað hvort ótímabundinn eða til minnst 20 ára. Í úrskurði Kærunefndar segir að máli húseigendanna sé ekki hægt að taka til meðferðar vegna þess að samningur þeirra sé aðeins til sjö ára, og lögin gildi því ekki um hann. „Í aðdraganda þessa nýju laga sem voru sett 2008 þá tók laganefndin þá ákvörðun að allir samningar - hvort þeir voru til eins árs tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, fimmtíu, tuttugu eða níutíu ára - allir þessir samningar skyldu falla undir lögin. Hins vegar var það vísiregla til framtíðar að samningar sem yrðu skipaðir niður eftir setningu laganna yrðu annað hvort að vera ótímabundnir eða til tuttugu ára," segir Sveinn. En Sveinn var sjálfur í laganefndinni. Þá mótmælir hann því að þetta sé vatnsverndarmál þar sem landið er ekki brunnsvæði, og vegna óánægju húseigenda, „þá tel ég að þetta verði örugglega farið í dómsmál," segir hann. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli sumarhúsaeigenda við Elliðavatn. Þeir þurfa því að kröfu Orkuveitu Reykjavíkur að yfirgefa húsin fyrir áramót. Lögmaður húseigenda reiknar með að málið fari fyrir dómstóla. Elliðavatn er elsta sumarhúsabyggð á landinu. Fréttastofa greindi frá því í ágúst að um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þyrftu að yfirgefa húsin eftir að Orkuveitan ákvað að framlengja ekki leigusamninga. Rök Orkuveitunnar eru að húsin þurfi að víkja af vatnsverndarsjónarmiðum. Sumarhúsaeigendur á svæðinu eru ósáttir við ákvörðun Orkuveitunnar og með aðstoð lögmanns kærðu málið til Kærunefndar Húsamála. „Hún kom mér mjög á óvart þessi niðurstaða sem var felld um daginn í úrskurði," segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Ný lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús tóku gildi árið 2008. Þar segir að ákvæði laganna gildi um leigu á lóðum þegar samningur er annað hvort ótímabundinn eða til minnst 20 ára. Í úrskurði Kærunefndar segir að máli húseigendanna sé ekki hægt að taka til meðferðar vegna þess að samningur þeirra sé aðeins til sjö ára, og lögin gildi því ekki um hann. „Í aðdraganda þessa nýju laga sem voru sett 2008 þá tók laganefndin þá ákvörðun að allir samningar - hvort þeir voru til eins árs tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, fimmtíu, tuttugu eða níutíu ára - allir þessir samningar skyldu falla undir lögin. Hins vegar var það vísiregla til framtíðar að samningar sem yrðu skipaðir niður eftir setningu laganna yrðu annað hvort að vera ótímabundnir eða til tuttugu ára," segir Sveinn. En Sveinn var sjálfur í laganefndinni. Þá mótmælir hann því að þetta sé vatnsverndarmál þar sem landið er ekki brunnsvæði, og vegna óánægju húseigenda, „þá tel ég að þetta verði örugglega farið í dómsmál," segir hann.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira