Gítarleikari McCartney á landinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. október 2012 19:28 Rusty ásamt McCartney á sviði. Mynd/Getty Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira