Gítarleikari McCartney á landinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. október 2012 19:28 Rusty ásamt McCartney á sviði. Mynd/Getty Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann. Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira
Hann hefur spilað fyrir fimmhundruð þúsund manns í Róm og hann tróð upp á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í sumar. Nú gefst Íslendingum kostur á að hlusta á gítarleikarann Rusty Anderson. Nafnið Rusty Anderson hringir kannski ekki bjöllum hjá mjög mörgum en engu að síður hefur hann spilað fyrir milljónir manna um allan heim en í rúman áratug hefur hann verið aðalgítarleikari Paul McCartney, bítilsins fræga. Þá hefur hann líka spilað inn á plötur Elton Johns. „Á fyrstu stóru tónleikunum okkar held ég að hafi verið 500 þúsund manns, í Róm, fyrir framan Colosseum. Það var sannarlega gaman. Þegar maður horfði út í fjarskann sá maður mannhafið. Fólkið hélt kveikjurum á lofti og þetta var eins og hafsjór eldflugna. Þetta náði út í endalausan fjarskann," segir hann. „ Og Ólympíuleikarnir? Já, við skulum ekki gleyma Ólympíuleikunum. Það var mikið sjónarspil, flugeldar, fallhlífastökkvarar og urmull leikara. Það var toppurinn." En Rusty lætur sér ekki nægja að spila með McCartney heldur hefur hann gefið út þrjár plötur með frumsömdu efni. Síðustu misserin hefur hann spilað með íslenska trommaranum Karli Pétri Smith sem búið hefur í Los Angeles til fjölda ára. Karl Pétur er nú fluttur heim og það er ástæðan fyrir heimsókn Rustys hingað til lands. Hann hóaði einnig í Andreu Gylfadóttur og drengina í Sniglabandinu og hópurinn hefur síðustu daga æft af krafti fyrir þrenna tónleika. Þeir fyrstu voru Austurbæ á fimmtudaginn var og í kvöld treður hann upp á Græna hattinum á Akureyri. Ferðinni líkur svo á kaffi Rósenberg 22. október.En getur Rusty ekki dregið Sir Paul hingað til lands? „Ég skal leggja inn gott orð og sjá hvað gerist," segir hann.
Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira