Innlent

Talning langt komin - 66% sögðu já

Mynd/Pjetur
Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá.

Talningu er lokið í fjórum kjördæmum af sex Talningamenn hafa lokið sér af í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og ennfremur í Reykjavík Suður og í Suðurkjördæmi. Í Reykjavík Norður hafa um 66 prósent atkvæða verið talin en hlé hefur verið gert á talningu til klukkan eitt í dag. Þá á eftir að ljúka talningu í Suðvesturkjördæmi en menn vona að það takist fyrir hádegi.

Eins og staðan er nú hafa um 66% sagt já við fyrstu spurningunni og er ávallt meirihluti fyrir tillögum stjórnlagaráðs í hinum spurningunum fimm, ef frá er skilin spurningin um hvort þjóðkirkja eigi að koma fyrir í stjórnarskrá. Flestir þeirra sem þátt tóku eru á því að þjóðkirkja skuli áfram eiga sess í stjórnarskrá Íslands.

Kosningaþáttakan var tæplega 50%, rúmlega það í Reykjavíkurkjördæmunum en tæplega það á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×