Innlent

Sigurður Líndal harðorður: Veruleikafirring eða spilling?

Sigurður Líndal
Sigurður Líndal
„Mér finnst hálfgerð pólitísk ólykt af þessu," sagði Sigurður Líndal lagaprófessor í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann skrifaði í dag grein þar sem hann gagnrýndi þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðsins harðlega.

Hann sagði í viðtali á Bylgjunni að það væri pólitísk ólykt af málinu, enda væru önnur og jafnvel brýnni mál að hans mati, svo sem skuldamál heimilanna, sem sitja á hakanum á meðan ríkisstjórnin hefur lofað að klára stjórnarskrána, helst fyrir jól.

„Það er verið að troða inn máli sem þarf að ná góðri sátt um, og það á að keyra í gegnum Alþingi," segir Sigurður sem finnst það mun eðlilegra að fara sér hægt þegar endurskoða á stjórnarskrána sem honum þykir alls ekki jafn slæm og mörgum öðrum. Hann bendir á að líftíma hennar í því samhengi.

Og Sigurður er harðorður að lokum: „Önnur vandamál, eins og skuldavandi og atvinnuleys og fleira er látið sitja á hakanum og gleymast. Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta spillingu eða veruleikafirringu".

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtali við Sigurð hér fyrir ofan. Hægt er að lesa grein Sigurðar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×