Innlent

Rannsakað hvort Arðvis hafi verið umfangsmikið pýramídasvindl

Í morgun handtóku starfsmenn sérstaks saksóknara þrjá starfsmenn Arðvis, þar á meðal framkvæmdastjórann Bjarna Júlíusson. Húsleitir voru síðan framkvæmdar, meðal annars á skrifstofum fyrirtækisins í Bæjarlind í Kópavogi. Meðal þess sem er rannsakað er hvort um sé að ræða umfangsmikið pýramídasvindl.

Samkvæmt ársreikningi Arðvis fyri árið 2010, sem er ekki endurskoðaður, nam eigið fé félagsins 124 milljónum króna.

DV hefur fjallað ítarleg um fyrirtækið á síðustu mánuðm, en aðstandendur fyrirtækisins höfðu meðal annars fengið um 140 Íslendinga til þess að leggja fyrirtækinu til fé.

Þessir einstaklingar höfðu lagt til yfir 360 milljónir króna, en viðskiptamódel fyrirtækisins felst í rekstri á hugbúnaði á netinu, sem gerir fólki mögulegt að kaupa vörur og þjónustu á hagstæðum verði. Arður átti að renna til fjárfestana sem leggja fyrirtækinu til fé, og síðan til góðgerðarstarfs.

Meðal þeirra sem lögðu fyrirtækinu til fé var Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, og lét hann hafa eftir sér í viðtali við DV að það væru "99 prósent líkur á því að þetta væri eitthvað rugl."

Yfirheyrslur vegna málsins fóru fram í dag lögreglu er þó á frumstigi og varðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frétta af málinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×