Innlent

Vill gefa lántakendum vopn í deilunni við fjármálafyrirtæki

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill veita lántakendum vopn í deilu sinni við fjármálafyrirtækin. Í viðtali við RÚV fyrr í kvöld sagði þingmaðurinn að hann vildi að sett yrði upp sérstök reiknivél sem endurreikni gengistryggð lán almennings án endurgjalds.

Þrír fulltrúar minnihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd vilja bæta stöðu lántaka gagnvart bönkunum og leggja til að ný reiknivél fyrir þá verði sett upp þar sem þeir geti sjálfir kannað stöðu sína í kjölfar dómanna. Reiknivélin yrði á vegum Ríkisendurskoðunar.

Í viðtali við RÚV sagði Guðlaugur: „Við erum ennþá á þeim stað að fólk getur í raun ekki treyst þessum endurútreikningi. Það hefur engin eftirlitsstofnun gætt hagsmuna lántaka í þessu máli."

Hann sagði ennfremur dýrt fyrir fólk að kaupa óháða þjónustu við endurútreikning og því eigi reiknivélin að vera á vegum hins opinbera.

Og þess vegna lagði hann það til að ein af stofnunum þingsins, Ríkisendurskoðun, yrði falið að setja upp sérstaka reiknivél þar sem fólk getur sett inn forsendur sinna lána og almenningur hafi þannig einhverjar upplýsingar til að setjast niður og meta stöðuna, þar sem aðstöðumunur fólks og fjármálastofnanna, er gríðarlegur að mati þingmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×