Innlent

Fimmtán þúsund mótmæla framkvæmdum við Ingólfstorg

Yfir fimmtán þúsund manns hafa með undirskrift sinni mótmælt fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við Ingólfstorg.

Allt frá því að skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og síðar niðurstöður hennar hefur BIN-hópurinn (Björgum Ingólfstorgi og NASA) staðið fyrir undirskriftasöfnun á vefsíðunni EkkiHótel.is.

„Yfir fimmtán þúsund manns hafa með undirskrift sinni mótmælt fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á þessum stað, niðurrifi á tónleiksalnum NASA, virðingarleysi við friðuð hús og menningararfinn, auknu skuggavarpi og aukinni umferð sem fylgir hótelrekstri á þessum viðkvæma stað," segir í fréttatilkynningu frá BIN.

Hópurinn mun afhenda Jóni Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, starfandi forseta Alþingis, og Páli Bjarnasyni, formanni Húsafriðunarnefndar, undirskriftalistann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×