Á markað með tannheilsumola Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 26. október 2012 12:59 Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki hefur sett á markað tannheilsumola sem á einna helst eftir að nýtast þeim sem glíma við munnþurrk. Varan þykir einstök og þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á henni. Fyrirtækið Ice Medico framleiðir sykurlausa molann Hap+ sem eykur munnvatnsframleiðslu án þess að hafa glerungseyðandi áhrif líkt og aðrar sambærilegar vörur með svipað sýrustig. „Það sem gerir hann að tannheilsumola er kalkið í honum og þetta fína hlutfall á milli sýru og kalks sem gerir það að verkum að hann er mjög munnvatnsörvandi. Hann örvar munnvatnið 20 falt og er þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggjó," segir Þorbjörg Jensdóttir, forstjóri Ice Medico. Munnþurkur er algengt vandamál, einkum meðal sjúklinga og aldraðra en tæplega þrjátíu prósent markaðssettra lyfja á íslandi hafa munnþurrk sem hliðarverkun. „Munnþurrkur er mjög hvimleiður kvilli að vera með. Hann bæði ýtir undir tannsjúkdóma eins og glerungseyðingu og tannskemmdir og munnholssjúkdóma. Sveppasýking er mjög algengur hliðarkvilli af munnþurrk. Þetta er töluvert stærra vandamál en margir gera sér grein fyrir og lítið talað um þetta," segir Þorbjörg. Molinn verður fyrst um sinn seldur í íslenskum apótekum en þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á vörunni. „Framtíðarsýnin er að móðurstöðin verði á Íslandi og að þetta verði mikil atvinnusköpun og fara um allan heim.segir Þorbjörg Jensdóttir, forstjóri Ice Medico, sem kynnir vöruna í dag klukkan þrjú á ársþingi Tannlæknafélas Íslands í Hörpu. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki hefur sett á markað tannheilsumola sem á einna helst eftir að nýtast þeim sem glíma við munnþurrk. Varan þykir einstök og þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á henni. Fyrirtækið Ice Medico framleiðir sykurlausa molann Hap+ sem eykur munnvatnsframleiðslu án þess að hafa glerungseyðandi áhrif líkt og aðrar sambærilegar vörur með svipað sýrustig. „Það sem gerir hann að tannheilsumola er kalkið í honum og þetta fína hlutfall á milli sýru og kalks sem gerir það að verkum að hann er mjög munnvatnsörvandi. Hann örvar munnvatnið 20 falt og er þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggjó," segir Þorbjörg Jensdóttir, forstjóri Ice Medico. Munnþurkur er algengt vandamál, einkum meðal sjúklinga og aldraðra en tæplega þrjátíu prósent markaðssettra lyfja á íslandi hafa munnþurrk sem hliðarverkun. „Munnþurrkur er mjög hvimleiður kvilli að vera með. Hann bæði ýtir undir tannsjúkdóma eins og glerungseyðingu og tannskemmdir og munnholssjúkdóma. Sveppasýking er mjög algengur hliðarkvilli af munnþurrk. Þetta er töluvert stærra vandamál en margir gera sér grein fyrir og lítið talað um þetta," segir Þorbjörg. Molinn verður fyrst um sinn seldur í íslenskum apótekum en þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á vörunni. „Framtíðarsýnin er að móðurstöðin verði á Íslandi og að þetta verði mikil atvinnusköpun og fara um allan heim.segir Þorbjörg Jensdóttir, forstjóri Ice Medico, sem kynnir vöruna í dag klukkan þrjú á ársþingi Tannlæknafélas Íslands í Hörpu.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira