Ætla að leigja þyrlu þó hagkvæmara sé að kaupa BBI skrifar 26. október 2012 14:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar í viðgerð. Mynd/Stefán Karlsson Það er ekki hægt að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, þó það yrði að öllum líkindum hagstæðara til langs tíma en að leigja hana. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Ástæðan er lög um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt þeim yrði óhjákvæmilegt að gjaldfæra alla greiðsluna vegna kaupanna á fyrsta ári og hún kæmi því fram á fjárlögum næsta árs. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Vakin er enn á ný athygli á því að þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að mun hagkvæmara er til langs tíma að kaupa björgunarþyrlur í stað þess að leigja, þá girða lög um fjárreiður ríkisins fyrir að unnt sé að eignfæra slíka fjárfestingu og því óhjákvæmilegt að gjaldfæra allt kaupverðið á fyrsta ári. Þannig kæmu heildarútgjöldin fram á fjárlögum ársins 2013. Útboð á fjármögnun samhliða kaupum á þyrlunum eins og til stóð er því ekki fær leið og leiga eini kosturinn. Færa má fyrir því sterk rök að þetta fyrirkomulag sé skattgreiðendum óhagstætt og því mikilvægt að íhuga breytingar í þessu efni."Þrjár þyrlur verði tiltækar Á ríkisstjórnarfundi í morgun var fjallað um fyrirhugaða leigu á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Ákveðið hefur verið að leigja þyrlur til langtíma til að tryggja að jafnan séu þrjár þyrlur í rekstri hjá Landhelgisgæslunni frá næstu áramótum. Áætluð útgjöld vegna leigu og trygginga til sex ára eru 3,4 milljarðar króna og 5,3 milljarðar króna til átta ára. Útboðsfrestur verður til loka nóvember og er markmiðið að afla þyrlna í opinni samkeppni. Útboðið tekur mið af því að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verði einsleitur, enda er það hagkvæmara hvað varðar þjálfun flugmanna og viðhald. Þar sem Landhelgisgæslan á nú eina Super Puma þyrlu er annað hvort óskað eftir leigu á tveimur slíkum eintökum til viðbótar eða þremur þyrlum annarrar tegundar. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Það er ekki hægt að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, þó það yrði að öllum líkindum hagstæðara til langs tíma en að leigja hana. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Ástæðan er lög um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt þeim yrði óhjákvæmilegt að gjaldfæra alla greiðsluna vegna kaupanna á fyrsta ári og hún kæmi því fram á fjárlögum næsta árs. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Vakin er enn á ný athygli á því að þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að mun hagkvæmara er til langs tíma að kaupa björgunarþyrlur í stað þess að leigja, þá girða lög um fjárreiður ríkisins fyrir að unnt sé að eignfæra slíka fjárfestingu og því óhjákvæmilegt að gjaldfæra allt kaupverðið á fyrsta ári. Þannig kæmu heildarútgjöldin fram á fjárlögum ársins 2013. Útboð á fjármögnun samhliða kaupum á þyrlunum eins og til stóð er því ekki fær leið og leiga eini kosturinn. Færa má fyrir því sterk rök að þetta fyrirkomulag sé skattgreiðendum óhagstætt og því mikilvægt að íhuga breytingar í þessu efni."Þrjár þyrlur verði tiltækar Á ríkisstjórnarfundi í morgun var fjallað um fyrirhugaða leigu á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Ákveðið hefur verið að leigja þyrlur til langtíma til að tryggja að jafnan séu þrjár þyrlur í rekstri hjá Landhelgisgæslunni frá næstu áramótum. Áætluð útgjöld vegna leigu og trygginga til sex ára eru 3,4 milljarðar króna og 5,3 milljarðar króna til átta ára. Útboðsfrestur verður til loka nóvember og er markmiðið að afla þyrlna í opinni samkeppni. Útboðið tekur mið af því að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verði einsleitur, enda er það hagkvæmara hvað varðar þjálfun flugmanna og viðhald. Þar sem Landhelgisgæslan á nú eina Super Puma þyrlu er annað hvort óskað eftir leigu á tveimur slíkum eintökum til viðbótar eða þremur þyrlum annarrar tegundar.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira