Start hnappurinn horfinn í Windows 8 28. október 2012 20:44 Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Start hnappurinn er horfinn og öll tæki komin með sama viðmót í nýjustu uppfærslu af hinu sívinsæla Windows stýrikerfi. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir breytingarnar vera svarið við aukinni samkeppni frá Apple. Stýrikerfið Windows 8 kom á markað á föstudaginn en það leysir af hólmi eitt mest selda stýrikerfi allra tíma Windows 7. Það er með gjörbreyttu viðmóti sem flestar nýjar borð og fartölvur auk snjallsíma og spjaldtölva munu keyra héðan í frá. Grunnurinn er svokallaður start skjár en engan start hnapp er að finna í nýju uppfærslunni. „Grundvallarhönnunarmunurinn er sá að við erum með þessar flísar og þessar flísar eru ekki fastar táknmyndir, heldur lifandi og stöðugt að birta uppfærslur af því sem er að gerast. Fyrir augum okkar eru uppfærslur sem við myndum hugsanlega ekki taka eftir eða upplýsingar sem við erum að leita að," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Nýja kerfið er hannað með snertiskjái í huga og segir Halldór þá þróun vera ríkjandi í nýjustu tölvunum á markaðnum. „Þetta er bæði umhverfi til þess að geta verið með í leik og starfi. Það sameinar það að vera með snertiskjá upplifun, skoða myndir og hlusta á tónlist og vafra, en líka geta skellt sér í vinnuna allt í sama tækinu." Hann segir að með stýrikerfinu sé Microsoft að notendavæða sína upplýsingatækni en þeir hafi aðeins dottið afturúr samkeppni við Apple á undanförnum árum. „Eigum við ekki bara að þakka þeim sem komu þessari byltingu af stað með snertiskjána. Við verðum að vera með til að taka þátt í því líka og ég held að við verðum ekki eftirbátur í því." Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Start hnappurinn er horfinn og öll tæki komin með sama viðmót í nýjustu uppfærslu af hinu sívinsæla Windows stýrikerfi. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir breytingarnar vera svarið við aukinni samkeppni frá Apple. Stýrikerfið Windows 8 kom á markað á föstudaginn en það leysir af hólmi eitt mest selda stýrikerfi allra tíma Windows 7. Það er með gjörbreyttu viðmóti sem flestar nýjar borð og fartölvur auk snjallsíma og spjaldtölva munu keyra héðan í frá. Grunnurinn er svokallaður start skjár en engan start hnapp er að finna í nýju uppfærslunni. „Grundvallarhönnunarmunurinn er sá að við erum með þessar flísar og þessar flísar eru ekki fastar táknmyndir, heldur lifandi og stöðugt að birta uppfærslur af því sem er að gerast. Fyrir augum okkar eru uppfærslur sem við myndum hugsanlega ekki taka eftir eða upplýsingar sem við erum að leita að," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Nýja kerfið er hannað með snertiskjái í huga og segir Halldór þá þróun vera ríkjandi í nýjustu tölvunum á markaðnum. „Þetta er bæði umhverfi til þess að geta verið með í leik og starfi. Það sameinar það að vera með snertiskjá upplifun, skoða myndir og hlusta á tónlist og vafra, en líka geta skellt sér í vinnuna allt í sama tækinu." Hann segir að með stýrikerfinu sé Microsoft að notendavæða sína upplýsingatækni en þeir hafi aðeins dottið afturúr samkeppni við Apple á undanförnum árum. „Eigum við ekki bara að þakka þeim sem komu þessari byltingu af stað með snertiskjána. Við verðum að vera með til að taka þátt í því líka og ég held að við verðum ekki eftirbátur í því."
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira