Sóley: "Jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi“ 2. október 2012 11:39 Sóley Tómasdótitr er alfarið á móti því að Gagnaveit Reykjavíkurborgar verði seld. „Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. RÚV greindi frá því á síðasta ári að Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð sem einkahlutafélag árið 2007 og er að fullu í eigu Orkuveitunnar en skilið er á milli bókhalds þessara tveggja fyrirtækja. Gagnaveitan rekur gagnaflutningskerfi, meðal annars ljósleiðaratengingar, sem nær frá Bifröst í Borgarfirði til Vestmannaeyja og var skilgreind sem kjarnastarfsemi innan Orkuveitunnar þar til í haust. Engu að síður er mikill vilji innan stjórnar til þess að selja hlut í veitunni, þannig hefur Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lýst því yfir að hann vilji selja fyrirtækið til þess að rétta af bága stöðu Orkuveitunnar sem hefur gengið í gegnum miklar aðhaldsaðgerðir eftir hrun. Sóley segir Orkuveitu Reykjavíkur eiga fjölmargt annað sem megi selja. Hún bendir á Perluna, Orkuveituhúsið og svo Magma-skuldabréf sem metið er á tæpa átta milljarða króna. „Það sem við þurfum er lausafé, og við þurfum það núna, það viðurkenni ég vel. Þess vegna eigum við að leggja höfuðáherslu á að selja það sem seljanlegt er, einmitt til þess að verja innviði á borð við Gagnaveituna." segir Sóley og telur hina kostina betri í stöðunni. Hún bendir ennfremur á að einkavæðing sé þrepaskipt. Sóley segir að það megi vera að meirihluti borgarstjórnar, Besti flokkurinn og Samfylkingin, líti svo á að félagið verði áfram í meirihlutaeigu almennings, „en það er ansi grunnhyggið að halda að 51% eignarhlutur tryggi það til langs tíma. Einn góðan veðurdag kemst Sjálfstæðisflokkurinn til valda og mun þá þakka núverandi meirihluta fyrir að hafa unnið forvinnuna. " segir Sóley. Málið verður næst tekið fyrir í borgarráði næstkomandi fimmtudag. Þá þurfa önnur sveitarfélög, sem eiga í Orkuveitunni, einnig að kynna máli fyrir sínum bæjarfulltrúum. Tengdar fréttir Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira
„Ég er alfarið á móti því að við seljum innviði grunnþjónustunnar, þetta er jafn fráleitt og að selja virkjanir eða veitustarfsemi," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, en eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. RÚV greindi frá því á síðasta ári að Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð sem einkahlutafélag árið 2007 og er að fullu í eigu Orkuveitunnar en skilið er á milli bókhalds þessara tveggja fyrirtækja. Gagnaveitan rekur gagnaflutningskerfi, meðal annars ljósleiðaratengingar, sem nær frá Bifröst í Borgarfirði til Vestmannaeyja og var skilgreind sem kjarnastarfsemi innan Orkuveitunnar þar til í haust. Engu að síður er mikill vilji innan stjórnar til þess að selja hlut í veitunni, þannig hefur Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lýst því yfir að hann vilji selja fyrirtækið til þess að rétta af bága stöðu Orkuveitunnar sem hefur gengið í gegnum miklar aðhaldsaðgerðir eftir hrun. Sóley segir Orkuveitu Reykjavíkur eiga fjölmargt annað sem megi selja. Hún bendir á Perluna, Orkuveituhúsið og svo Magma-skuldabréf sem metið er á tæpa átta milljarða króna. „Það sem við þurfum er lausafé, og við þurfum það núna, það viðurkenni ég vel. Þess vegna eigum við að leggja höfuðáherslu á að selja það sem seljanlegt er, einmitt til þess að verja innviði á borð við Gagnaveituna." segir Sóley og telur hina kostina betri í stöðunni. Hún bendir ennfremur á að einkavæðing sé þrepaskipt. Sóley segir að það megi vera að meirihluti borgarstjórnar, Besti flokkurinn og Samfylkingin, líti svo á að félagið verði áfram í meirihlutaeigu almennings, „en það er ansi grunnhyggið að halda að 51% eignarhlutur tryggi það til langs tíma. Einn góðan veðurdag kemst Sjálfstæðisflokkurinn til valda og mun þá þakka núverandi meirihluta fyrir að hafa unnið forvinnuna. " segir Sóley. Málið verður næst tekið fyrir í borgarráði næstkomandi fimmtudag. Þá þurfa önnur sveitarfélög, sem eiga í Orkuveitunni, einnig að kynna máli fyrir sínum bæjarfulltrúum.
Tengdar fréttir Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira
Orkuveitan vill selja helmingshlut í Gagnaveitunni Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja tæplega helmings hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Lífeyrissjóðir eru meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á því að kaup hlut í Gagnaveitunni. 2. október 2012 08:47